tisa: desember 2006

föstudagur, desember 29, 2006

Gámamenn




Í nótt svaf ég á 65 ára gömlum bedda úr segldúk og spýtu.

Ég svaf á beddanum inni í gámi.

Gámurinn var fullur af mjög svo eldfimum flugeldum.


Ég hef lært að vanmenta rúmið mitt ekki lengur.





En ...


ömm...


Jól og gaman.


Ég er orðin feit.




Svo eru áramót.

Allir fullir með flugeld í hönd.

Ekki ég.


Mér er illa við flugelda.

Held mig við áfengið.


.
.
.
.

Bíllinn er í heilu lagi.

Fyrir utan eitt bensínlok.



Farin að fitna.


Tinna - Leti er lífsstíll




tisa at 16:34

1 comments

föstudagur, desember 22, 2006

Svona spoilerar bjarga manni bara ekki neitt

Það var ekkert búið að koma fyrir bílinn minn grunsamlega lengi.

Hélt ég myndi kannski endast yfir áramótin án þess að lenda í bílaveseni.

En bílaheilladísinn hafði sko annað í huga fyrir SE 923.



Ég var nefnilega að fara í Kringluna. Helmingurinn af þjóðinni var líka að fara í Kringluna. Hinn í Smáralind.

Ég ákvað vera sniðug og fara á efrihæðina á bílastæðinu. "Já Tinna, góð hugmynd" sagði Eva.

Þannig ég keyri upp.


EN!

Það var bílakássa í brekkunni. Ég þurfti að stoppa í brekkunni. Bíllinn komst ekki af stað. Ég var föst. Í brekkunni á bílastæðinu í Kringlunni. 15 bílar fyrir aftan. 15 bílar fyrir framan.

Ég ákvað bíllinn minn skyldi sko drulla sér upp þessa brekki og steig bensínið í botn. Það heyrðist hæsta VRÚMM sem ég nokkurn tíma heyrt. Hann mjakaðist ofurhægt upp. Þegar ég loksins komst upp þá sauð upp úr honum.

Núna er vond lykt í bílnum mínum.



Það var mjög óheppilegt að fá þessa ógeðslegu lykt í bíllinn á þessum tíma þar ég var svo að fara að keyra út gjafir frá Íslensku Auglýsingastofunni allt kvöldið.

Svo bættist veðrið ofan á hrakfarir mínar. Að labba með kassa með sex vínflöskum í óveðri er ekki eins gaman og mann myndi gruna. Ó nei.






Gaman að vera örvhent ég.





Ég er samt búin að ganga frá öllu jólatengdu og bílatengdu. Þannig ég er bara að bíða eftir jólunum.

Reyndar er ég að vinna á aðfangadagskvöld... ætti að vera gaman.



Best að fara að leggjast í sjálfsvorkun.



Tinna - Leti er lífstíll


PS. Þegar ég var að keyra út pakkana sá ég götu sem heitir Bitruháls. Ég ætla að flytja þangað.

tisa at 20:09

1 comments

þriðjudagur, desember 12, 2006

Geimurinn minn

Ég er búin að eyða drjúgum hluta af deginum í að reyna að botna í MySpace. Skilja hvað það er, hvernig það virkar og hvað maður gerir með svona lagað.

Árangurinn er ekki mikill hingað til. Hagkaupsstjarnan var nefnilega að reyna að sannfæra mig um að dömpa elskulega bláa blogginu mínu og fá mér myspace.

Ég þori ekki. Ég kann ekki.


Annars er ég bara að ekki-læra. Ég kalla það ekki-lær þegar ég er ekki að læra. Ég ekki-læri mikið þessa dagana sem hefur reyndar gert það að verkum að ég hef ekkert að gera þar sem allir aðrir eru ekki að ekki-læra. Fjandans aðrir. Hver þarf þá. Ég bara sef. Hentar mér ágætlega.

Manni hefði kannski aldrei dottið það í hug, en orðin sofa og dagmamma passa ekki saman. En ég er þrautseig og finn mér alltaf leið til að stunda áhugamál mín.



Ég borgaði grumpy manni í bláum samfestingi fyrir að setja nagladekk á bílinn. Grumpy maðurinn í bláa samfestingnum lét mig keyra upp á lyftu. Ekki gaman.



en....

Fór með mjög svo rómantísku vinkonu minni (þú veist hver þú ert) að sjá The Holiday. Myndin var, tjah, þanning mynd að þú bölvar því til fjandans að eiga ekki kærasta eins og Jude Law. Það er að segja karakterinn hans. Ekki alvöru hann, þar sem hann er framhjáhaldari og tík.



Farin að bölva aðeins meira.



Tinna - Leti er lífsstíll

tisa at 20:00

2 comments

fimmtudagur, desember 07, 2006

Hvergi óhult

Ég hitt landafræði kennarann minn í Nettó. Hann sagði hæ og brosti. Ég varð skelfingu lostin þar sem þessi maður hefur aldrei brosað til mín.

Kannski er hann búinn að sjá að ég fallinn í landafræði og er þess vegna brosandi.

Illmennið.


En núna er ég ekki að læra jarðfræði. Nei það er ég svo sannarlega ekki að gera.
Ég er líka mjög góð í að gera hlutina ekki.
Og á maður ekki að rækta hæfileika sína?


Vitiði hvað?

Bráðum verður fjörfiskurinn minn orðinn eins árs.

Já hann kemur ennþá. Fer aftur. En kemur alltaf aftur. Tussuskapurinn í þessu kvikindi.


Jarðfræðibók má bíta minn rass.


Tinna - Leti er lífsstíll

tisa at 22:04

2 comments

þriðjudagur, desember 05, 2006

Je suis paresseux

Í gær var mánudagur. Kannski ekki frásögufærandi nema það að á mánudaögum er ég að vinna á Bláa Borðsal á Hrafnistu í Reykjavík. Salurinn er reyndar ekkert það blár. Bara smá. Hann er samt blárri en Stóri Borðsalur þar sem sá salur er ekki vitund blár.

Hugur minn hafði ákveðið að í gær væri ég alls ekkert að vinna. í raun hafði hugur minn áætlað að það væri sunnudagur, þrátt fyrir það að ég hefði fyrr um morguninn farið í landafræðipróf. Landafræðipróf sem ég mun líklega þurfa að taka aftur vegna yfirvofandi falls.

En ég lá upp í rúmi á mínu sunnudagseftirmiðdegi þegar síminn minn hringir sinni ógeðslega leiðinlegu hringinu sem hljómar einhvernvegin svona: Dring, dring.

Ég teki upp símann og sé að á skjánum stendur: Blái salur calling.

Ég hugsa með mér að nú sé andskotans vinnan að hringja til að biðja mig að taka aukavakt. Ég nenni því að sjálfsögðu ekki og er að hugsa um að svara ekki.

En ég geri það samt til að vera ekki þessi svarar-ekki-í-símann-týpan sem allir hata.

Þá tilkynnir yfirmaður minn mér að það sé mánudagur og vaktin mín sé byrjuð.


Mikið djöfull var ég vonsvikin. Búið að skemma sunnudageftirmiðdegi uppi í rúmi fyrir mér. Andskotans.


Annars er ég bara að læra frönsku og bíða eftir því að fara í vinnuna. Ég er samt ekkert að læra frönsku í alvörunni. Ég er að blogga. Svo er ég líka búin að skoða öll önur blogg í heiminum. Og spila leik sem heitir Funny Farm.


Ætla að fara í Funny Farm. Eða éstudier francais....ég sökka, ég veit.

Au revoir.

Tinna - La paresse est un style de vie

tisa at 14:43

2 comments

föstudagur, desember 01, 2006

Hey Magga! Eftir eitt ár og átta daga geturðu tekið bílpróf. Vá

Í dag er fyrsti desember. Nýr mánuður þýðir að ég fæ útborgað. Ég var ekki með miklar væntingar um launin mín, þó aðallega þar sem ég vinn á elliheimili. En þegar ég opnaði heimabankann minn þá gladdist hjarta mitt og sálin hlýnaði. Ég stökk upp í ánægjukasti og hrópaði húrra og vei. hundrað og fokking fimmtíu þúsund fyrir 30% vinnu! Ekki slæmt. Alls ekki slæmt.

Þetta var að sjálfsögðu of gott til að vera satt. Ég hefði mátt vita að heppnin er ekki mín megin frekar en hinn daginn. Þetta var villa og Hrafnista lagði tvisvar sinnum inn á mig. Þetta var illa gert að vekja upp vonir hjá mér um betri tíma. Illa gert.



En annars var Kvennó að vinna, nei fyrirgefðu RÚSTA, Hraðbraut í Morfís. Hún Kristjana mín litla Fenger var þar í broddi fylkingar sem liðstjóri.

Hvað ég er stolt.


Annars eru það bara próf og piparkökur framundan hjá hjá henni litlu Klingenberg.
Í alvöru talað ég verð að athuga hvort ég megi taka þetta nafn upp. Fyrst ég er búin að koma mér upp brynju gegn grimmu einelti.

Og vinnan..... gamla góða illa lyktandi vinnan. Þar verð ég á aðfangadagskvöld. Sjibbý.


Öööö....


Ég ákvað að gerast samkynhneigð og keypti mér skyrtu í samræmi við það. Svo hætti ég við.



Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 19:53

3 comments